Vefversluninni dýrafóður.is er ætlað að þjónusta hundaeigendur um allt land með fóðri og öðrum nauðsynjavörum og hliðarvörum tengdum gæludýrahaldi. Hundar eru tvímælalaust ein uppáhaldsdýrin okkar og hundar þurfa ýmislegt og hundaeigendur ekki síður.

Í verslun okkar Dýrafóður.is finnur þú allt fyrir hundinn þinn, á öllum aldursskeiðum. Við erum með vörurnar sem uppfylla grunnþarfir hundsins: fóður, leikföng, bæli, sælgæti, alls konar skálar: matarskálar, vatnsskálar, stálskálar, plastskálar, fóðurdallar, taumar ólar, beisli og kúkapoka.

Feldhirðan er er öllum dýrum mikilvæg, ekki síst hundum. Feldumhirðan er auðveld með gæðavörum frá Nobby Petshop við eigum til hárbursta, greiður, sjampó, klóaklippur af ýmsum stærðum og gerðum, flækjulosara, skógarmítla tangir og FurStar undirhárakamba svo fátt eitt sé nefnt.

Hundar þurfa góða tannhirðu og tannheilsa hundanna er mikilvæg fyrir alla hundaeigendur, hér hjá dýrafóður.is finnur þú ýmsar gerðir af nagbeinum, nagstöngum, nagdóti, Einna þekktust erum við fyrir Nobby gæðabeinin okkar, þung, þéttvafin og góð nagbein sem endast og endast, unnin úr nautshúð og í öllum stærðum fyrir stóra og smáa. Beinin eru í mismunandi stærðum og gerðum frá 20 gr upp í 450 gr. Snúnar stangir, nagbein, mjóar stangir, breiðar stangir, nagflögur, þung bein, þunn bein. Nagbein í stykkjatali og í hagkvæmum magnpakkningum. Nagbein eru góð fyrir tannheilsuna, tanngóminn og til að halda hundum uppteknum við skemmtilega iðju. Nagbeinin eru úr náttúrulegum hráefnum, nautshúð og sum þeirra eru bragðbætt með kjöti eða öðru sælgæti.

Ekki bara hundarnir, ónei, við erum einnig með vörur fyrir hundaþjálfara: þjálfaravesti, clicker, þjálfaranammi, ýmsar gerðir af taumum og beislum, múla og svo margt fleira – nýjasta varan er samanbrjótanlegir útilegustólar sem nýtast á hundasýninguna, útileguna, veiðihundakeppnina og víðar. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að fyrir hundinn þinn sendu okkur línu og við reynum okkar besta til að redda því.

Hundanammi bjóðum við upp á í úrvali, sælgæti sem er bragðgott en ekki óhollt. Sælgæti, nagstangir og bein og annað gotterí fyrir hunda. Bæði til að nota í tengslum við hundaþjálfun, til að viðhalda tönnum og tannheilbrigði og til að gera vel við hundinn. Sælgætið sem við seljum er án gervilitar- og bragðefna. Við leggjum okkur fram um að velja sykurlaust sælgæti í okkar vöruúrval.

Hundafóður á dýrafóður.is
Hundafóðrið okkar skiptist í þurrfóður og blautfóður. Bæði fóðrin má nota sem heildstæða máltíð eða sem bragðbætir og uppbót. Við erum með fóðurpoka af þurrfóðri af ýmsum stærðum og ýmsum gerðum. Blautfóður fæst bæði í litlum pokum sem eru cirka máltíð og svo í dósum í stærðum frá 400 gr upp í 1200 gr. Við veljum eingöngu hundafóður úr besta mögulega hráefninu. Bestu gæðin úr fersku kjöti í Belcando og bestu gæðin úr hágæða kjötmjöli í Bewi Dog. Fjöldi bragðtegunda er í öllum vörumerkjum og mismunandi bitastærðir. Öll hráefnin í hundafóðrið eru vandlega valin og þau eru öll hæf til manneldis. Hráefnin eru svo vandlega elduð til að viðhalda hæstu gildum næringarefna fyrir hundinn þinn og úr verður úrvals hundafóður. Fyrir matvanda eða sérlundaða hunda er blautfóður oft góð lausn en við erum einnig með þurrfóður sem hannað er til að bleyta upp og gera lystilegra fyrir alla matvanda og dyntótta hunda. Dýrafóður.is erum með hágæða hundafóður í öllum verðflokkum til að mæta þörfum sem flestra hundaeigenda. Hjá okkur finnur þú hundafóður frá Belcando, Bewi Dog og Dogland.

Blautfóður fyrir hunda
Blautfóður er frábært að nota sem máltíð að staðaldri eða til hátíðarbrigða. Margir kjósa að nota blautfóður sem bragðbætir og/eða uppbót út á þurrfóður. Blautfóðrið okkar frá Belcando Single Protein hefur þá sérstöðu að það er hægt að nota sem útilokunarfæði við greiningu ofnæmis og óþols og hefur reynst dýralæknum afar vel við að fá lystarlitla hunda til að borða.

Blautfóður fæst bæði í litlum pokum sem eru cirka 1 máltíð, Belcando Finest Selection, og í dósum af ýmsum stærðum frá 400 gr upp í 1200 gr. Við veljum eingöngu blautfóður úr besta mögulega hráefni, bestu gæðin úr fersku kjöti sem hæft er til manneldis. Fjöldi bragðtegunda er í öllum vörumerkjum og mismunandi bitastærðir og áferð á blautfóðrinu. Öll hráefnin í blautfóðrið eru vandlega valin með tilliti til gæða og samsetnignar. Hráefnin eru svo vandlega elduð til að viðhalda hæstu gildum næringarefna fyrir hundinn þinn og úr verður úrvals blautfóður. Fyrir matvanda eða sérlundaða hunda er blautfóður oft besta lausnin. Þá er miklu meiri raki í blautfóðri en þurrfóðri sem þýðir að melting getur verið auðveldari og dýrið þarf minna af vatni að drekka. Dýrafóður.is erum með hágæða blautfóður í öllum verðflokkum til að mæta þörfum sem flestra hundaeigenda. Hjá okkur finnur þú blautfóður frá bæði Belcando og Bewi Dog.

Þurrfóður fyrir hunda
Þurrfóður færðu hjá okkur, bæði sem nota má sem heildstæða máltíð eða sem uppbót með öðrum mat. Einnig höfum við þá sérstöðu að bjóða upp á þurrfóður sem eingöngu inniheldur kolvetni sem er ætlað sem uppbót með hráfæði og kjöti, Belcando Mix It.

Við erum með fóðurpoka af hunda þurrfóðri af ýmsum stærðum og gerðum frá 0,8 kg upp í hagstæða 25 kg sekki. Dýrafóður.is velur eingöngu hundafóður úr besta mögulega hráefni eins og áður sagði og það á líka við um þurrfóðrið. Fóðrið er framleitt án dýratilrauna og inniheldur ekki gerviefni s.s. rotvarnarefni, litar- og eða bragðefni. Öll hráefnin í þurrfóðrið eru vandlega valin og þau eru öll hæf til manneldis. Bestu gæðin úr fersku kjöti í Belcando og eru allar uppskriftir Belcando þurrfóðurs með 30% kjötvöðva sem megin uppistöðu fóðursins, að undanskildinni einni bragðtegund Belcando Adult Multi Croc. Við hugsum fyrir öllu og fyrir matvanda eða sérlundaða hunda erum við með þurrfóður sem hannað er til að bleyta upp og gera lystugra fyrir þá.

Bestu fáanlegu gæðin úr hágæða kjötmjöli er að fá í Bewi Dog vörulínunni en bæði vörumerkin byggja á heildstæðri nálgun (Holistic approach) sem þýðir að innihaldsefnin eru sérvalin úr öllum fæðuflokkum til að mynda heildstæða næringu úr náttúrulegum hráefnum sem vinna saman og bæta hvort annað upp. Fjöldi bragðtegunda er í öllum vörumerkjum og mismunandi bitastærðir sem henta mismunandi hundum. Hráefnin eru vandlega elduð til að viðhalda hæstu gildum næringarefna fyrir hundinn þinn og úr verður úrvals hundafóður sem er bæði bragðgott og hollt.

Hjá okkur finnur þú þurrfóður fyrir hunda frá Belcando, Bewi Dog og Dogland. Við ábyrgjumst okkar fóður og ef þú eða hundurinn er 100% skilatrygging á fóðrinu.

Hundaleikföng
Leikföng fyrir allar stærðir og gerðir hunda fást í versluninni Dýrafóður.is. Leikföngin okkar henta öllum. Við erum með úrval af boltum með og án bands, tístudóti og ekki tístudóti, leikföng fyrir veiðihunda, leikföng fyrir hvolpa, frisbí diska, kaðla til að naga, bangsa til að burðast með. Leikföng fyrir iðna hunda sem vilja glíma við verkefni, leikföng fyrir hunda sem vilja mjúkt dót, hart dót, nagþolið dót. Leikföng sem líkjast barnadóti, leikföng sem reyna á heilann. Leikfang er ekki bara leikfang. Litrík leikföng og já vorum við búin að segja skemmtileg leikföng 🙂

Búr og bæli fyrir hunda, ketti og smádýr
Vefverslunin verður með búr og bæli af ýmsum gerðum og stærðum fyrir hunda og hinar ýmsu gerðir gæludýra. Kósý búr og bæli, hvort sem hentar, þurfa allir að eiga.
Ýmsar nauðsynlegar hliðarvörur fyrir búrin finnur þú einnig á síðunni, hvort sem það eru matar- og drykkjardallar, prik fyrir búrfugla, klósett fyrir nagdýrin, hús og mjúkt undirlag eða bæli.

Fæðubótarefni fyrir hunda og fleiri dýr
Fæðubótarefni er auðveld og snjöll leið til að leysa vandamál. Dýr eru einstaklingar líkt og fólk og næringarþörfin er einstaklingsbundin. Hundar og kettir geta þurft vítamín og fæðubótarefni með fóðri sínu til að leysa vandamál stór sem smá. Liðavandamál, ofþyngd, meltingartruflanir, aldurstengd vandamál, feldvandamál s.s. flasa og hárlos eru meðal helstu vandamála sem leysa má með fæðubótarefnum. Þá getur þurft að styrkja ónæmiskerfið með ónæmisvökum. Auðveld lausn fyrir hunda eru bragðgóðar tuggutöflur sem innihalda vítamín – þú finnur lausnina frá Belcando hér á dýrafóður.is

Það er því margt að finna fyrir hundinn og eigandann í vefverslun okkar. Fylgstu með nýjungum því stöðgut er verið að auka vöruúrvalið á síðunni.

vetis ehf

 

Kennitala: 6602023660
Hvaleyrarbraut 24 (Ekið inn frá Lónsbraut)
220 Hafnarfjörður
Ísland

Sími / Tel: +354 421 8005
Farsími / Mobile: +354 651 8005
Tölvupóstur / E-mail: lager(hja)vet.is

upplýsingar

facebook