BELCANDO® hundafóður er öðruvísi!

Fyrir ekki svo löngu síðan birtum við umdeilt myndband á Facebook síðu okkar þar sem við hvöttum fólk til að kynna sér innihaldslýsingar í hundafóðri. Póstinum var ekki ætlað að vera árás á aðra söluaðila eða fóðurframleiðendur heldur áminning til hundaeigenda um að kynna sér meira en framhliðar tilbúins hundafóðurs. Hundafóður er ekki geimvísindi – hundafóður er matur … eða á að vera það.

Það eru ekki mörg fyrirtæki í aðstöðu til að búa til þeirra eigið blaut- og þurrfóður fyrir hunda og oftast hafa fóðurframleiðendur notast við kjötmjöl til að búa til þurrfóður og ferskt kjöt til að búa til blautfóður. Þess vegna eru framleiðsluaðferðir þessara tveggja vara mjög ólíkar.

Í verksmiðju Bewital á Münsterland svæðinu í Þýskalandi notast framleiðandi Belcando við ferskt kjöt til að búa til bæði blaut- og þurrfóður fyrir hunda og ketti. Með fersku kjöti er átt við kjötvöðva eingöngu (e. Sceletal Muscle). Ferskt kjöt í framleiðsluna þýðir líka að Belcando er minna unnin vara en margt annað þurrfóður.

Bewital framleiða einnig sjálfir ferskt kjötið í fóðurframleiðsluna en þeir hafa mjög góð tengsl við bændur í nærumhverfi sínu, sem framleiða allt þeirra kjöt. Sem verður til þess að Bewital getur auðveldlega fylgst með, haft áhrif á gæðin og valið kjöt sem stenst gæðakröfur þeirra. Að versla kjöt í nærumhverfinu er einnig partur af umhverfisstefnu fyrirtækisins, að spara orku og útblástur við flutning hráefnis er því mikilvægt.

Það borgar sig að gera samanburð!

BELCANDO® hundafóður inniheldur miklu meira ferskt kjöt en margt annað hundafóður og er á afar hagstæðu verði. Belcando er framleitt úr kjöti sem fæst af kjötvöðvum en ekki kjötafgöngum eða óætum hluta dýra. Belcando er líka framleitt úr fersku kjöti en ekki þurrkuðu kjötmjöli eins og flestir notast við. Þá er allt kjötið sem notað er í Belcando hæft til manneldis, og það er jafnframt einn af helstu kostum fóðursins. Alvöru kjöt og hæft til manneldis!

Þegar þú skoðar innihaldslýsingu hundafóðurs þá ættir þú:

  1. að skilja og þekkja innihaldsefnin – þú átt ekki að þurfa að vera næringarfræðingur til að lesa innihaldslýsingu (nú eða efnafræðingur)
  2. að sjá kjöt í fyrsta sæti (ekki kjötafurðir, K J Ö T )
  3. ekki að finna hveiti, soya prótín eða gerviefni s.s. litar eða rotvarnarefni

Belcando inniheldur til dæmis minnst 30% kjöt, sem fyrsta innihaldsefni, og það er eins og áður sagði ferskt kjöt af kjötvöðva, engar aukaafurðir hér. Því til viðbótar er oft notað hágæða kjötmjöl með lágu öskuinnihaldi (lágu beinamjölsmagni). Svo þegar þú leggur saman kjöt og kjötmjöl og aðra nefnda kjöthluta sérðu að Belcando inniheldur allt upp undir 50% kjöt og kjötmjöl.

Láttu því ekki gabbast af auglýsingabrellum, loforðum framan á pokum eða fallegri hönnun. Taktu upplýsta ákvörðun, innihaldið gerir gæðamuninn, lesið innihaldslýsingar og berið saman lýsingar framleiðenda. Þetta eru engin geimvísindi, þetta er bara matur!

Sérvalið hráefni, samsetning sem telst heilstæð

Með því að sérvelja saman náttúrulegt hráefni sér Belcando til þess að hundurinn þinn fái það besta úr öllum fæðuflokkunum. Hráefnin eru sérvalin saman með tilliti til samspils, þ.e.a.s. að þau upphefji hvort annað og auka nýtni og nýtanleika hvors annars.

  • Aðeins er notast við náttúruleg innihaldsefni.  Engin efni eða gerviefni eru notuð, hvorki sýklalyf, rotvarnarefni, hormónar, skordýraeitur eða bragð- eða litarefni.
  • Notast er við kornvörur/heilhveiti (whole grains), ávexti og grænmeti. Ekki unnar vörur eða hliðarafurðir.
  • Innihaldsefniin eru sérvalin til að gagnast dýrinu en eru ekki bara þarna því það hljómar vel í þín eyru 🙂
  • Viðbætt vítamín úr náttúrunni (ekki tilbúin eða kemísk)
  • Viðbætt bragðefni úr kryddjurtum

Við vitum öll hvað rétt næring er mikilvæg og oftast er forvörn betri en lækning. Að fóðra hundinn sinn á góðu fóðri úr eins lítið unnu hráefni og hægt er til að koma í veg fyrir framtíðar veikindi eða heilsufarsvandamál. Það er ábyrgð okkar hundaeigendanna að lesa innihaldslýsingar og tryggja þeim einmitt það sem þeir þurfa hverju sinni. Gott fóður á ekki heldur að þurfa að kosta fólk handlegginn.

Fagmenn velja að fóðra sína hunda á Belcando því þeir geta treyst á að útkoman er árangur og heilbrigðir hundar.

Við vorum því ekki að skjóta út í loftið með það fyrir augum að sverta samkeppnisaðila okkar með alhæfingum og staðhæfingum sem standast ekki skoðun. Við vorum bara að minna á að innihaldsefnin gera gæðamuninn! Innihaldsefnin í Belcando standast ítarlega skoðun og það sem er best við getum öll lesið okkur í gegnum innihaldslýsingarnar þó við séum hvorki næringarfræðingar, efnafræðingar eða geimvísindamenn. Á íslenskum gæludýramarkaði er mikið af frábæru fóðri og úrvals vörum fyrir gæludýr. Okkar markmið er að bjóða upp á bestu vörurnar í þágu dýranna.

Kristín Sigmarsdóttir fyrir Vetis ehf.

 

 

vetis ehf

 

Kennitala: 6602023660
Hvaleyrarbraut 24 (Ekið inn frá Lónsbraut)
220 Hafnarfjörður
Ísland

Sími / Tel: +354 421 8005
Farsími / Mobile: +354 651 8005
Tölvupóstur / E-mail: lager(hja)vet.is

upplýsingar

facebook