Við fögnum innilega opnun nýrrar vefverslunar dýrafóður.is

Dýrafóður.is mun selja fóður fyrir hunda, ketti, nagdýr, fugla og fiska auk ýmissa hliðarvara fyrir dýrin og eigendur þeirra. Hundaþjálfarar og fólk sem iðkar ýmsar tegundir af hundasporti ætti líka að finna eitthvað sitt hæfi hér. Við leggjum áherslu á gæðavörur, endingargóðar og án eiturefna. Þá leggjum við mikla áherslu á að fóðrið okkar sé heilsusamlegt úr besta mögulega hráefni og án gerviefna. Gagnsæi er okkur mikilvægt og því leggjum við okkur fram um að birta haldgóðar upplýsingar um hverja vöru til að auðvelda viðskiptavinum okkar valið.

Dýrafóður.is ábyrgist sínar vörur, allt fóður er með 100% skilatryggingu – ef dýrið vill það ekki eða eigandinn er ekki ánægður má skila fóðrinu og fá það endurgreitt. Fóðrið sem við seljum er án gervi rotvarnarefna og við ábyrgjumst að það bragðast vel og heldur ferskleika vel ef það er geymt við réttar aðstæður. Því mælum við með því að þið geymið fóðrið alltaf í lokuðum ílátum.

Rétt fóðrun og umönnun er einn mikilvægasti þáttur í lífsskeiði dýra og því er það ábyrgð okkar að bregðast hratt og rétt við fyrirspurnum viðskiptavina okkar. Starfsfólk dýrafóður.is er bara einum smell frá þér – sendu okkur línu ef þig vantar nánari upplýsingar.

Dýrafóður.is vefsíðan er hönnuð af Norbert Zohó.

Vefverslunin er í eigu Vetis ehf.
Vetis ehf. var stofnað árið 2002 í kringum innflutning á sérvörum, tækjum og búnaði fyrir dýralækna og heildsölu á hundafóðri og fóðurbætiefnum fyrir dýr. Stofnendur Vetis eru dýralæknar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af þessum málaflokki. Starfsfólk Vetis  er sérvalið vegna menntunar eða reynslu tengda dýrum og hefur fengið sérþekkingu tengt sínu starfssviði hjá Vetis, nú auk þessa að hafa brennandi áhuga á velferð dýra að sjálfsögðu. Stefna Vetis er að flytja inn hágæða vörur sem á einn eða annan hátt geta bætt aðbúnað og umönnun dýra. Einkunnarorð fyrirtækisins er Gæði og þekking í þágu dýra. Markmið okkar er að vera framarlega á markaði með gæða fóður og endingargóðar hliðarvörur fyrir gæludýraeigendur. Vetis skiptir við ábyrg framleiðslufyrirtæki sem hafa dýrahagsmuni og náttúruvernd í fyrirrúmi. Vetis kappkostar að veita framúrskarandi þjónustu við sína viðskiptavini með góðu vöruúrvali, auðveldu aðgengi að upplýsingum og skjótri þjónustu.  Vetis tekur samfélagslega ábyrgð og flokkar rusl og notar pappírslausa viðskiptahætti sem einn lið í náttúruvernd.

 

vetis ehf

 

Kennitala: 6602023660
Hvaleyrarbraut 24 (Ekið inn frá Lónsbraut)
220 Hafnarfjörður
Ísland

Sími / Tel: +354 421 8005
Farsími / Mobile: +354 651 8005
Tölvupóstur / E-mail: lager(hja)vet.is

upplýsingar

facebook