Nýtt Belcando hágæða þurrfóður fyrir hunda var kynnt til leiks 2015/2016– hvað breyttist og af hverju?

Byrjum á að skoða Belcando og fóðurframleiðandann, fóðrið er flokkað sem Super-Premium hundafóður – fyrir hvað stendur gæðastimpillinn Super-Premium hjá Belcando? Þetta er meðal þess sem gerir Belcando að hágæða vöru:

 • Náttúrulegt fóður/ fjölbreytt samsetning náttúrulegra hráefna (engin auka- eða gerviefni) – þú átt að þekkja innihaldsefnin úr eigin eldhúsi
 • Grain-Free / kornlaus vörulínan var stækkuð og er nú mjög víðtæk
 • Single Protein ofnæmislínan er víðtæk, býður nú upp á bæði þurrfóður (Ocean og Finest Salmon) og blautfóður (SP-dósirnar)
 • Fersku kjöti var bætt við í þurrfóðurlínuna
 • Girnilegt fóður sem er eftirsótt meðal hunda
 • Eingöngu gæða hráefni er notað í framleiðsluna= 1. flokks kjöt og fiskur (hráefni sem er hæft til manneldis og engar óætar afurðir notaðar)

Nú inniheldur allt Belcando hundaþurrfóður 30% kjöt úr þurrkuðum kjötvöðva. Kostir þess að nota kjöt frekar en kjötmjöl eru margir:

 • Náttúrulegra (minna unnin vara)
 • Hærri gildi næringarefna (Vítamín hafa síður skemmst vegna hita, gildi amínósýra mælist hærra)
 • Auðmeltanlegra (Prótínin eru minna unnin og meltast (nýtast) því betur)
 • Girnilegra/eftirsókn meiri (Hundar kjósa vörur úr fersku kjöti frekar skv. tilraunum)
 • Þekktur uppruni (Bewital verslar eingöngu við bændur/slátrara í sínu næsta nágrenni sem standast ákv. gæðakröfur við kjötframleiðsluna og stytta þannig tíma frá slátrun til vinnslu til þess að tryggja ferskleika kjötsins)
 • Umhverfisvænna (Orkan sem fór í kjötvinnsluna við vinnslu kjötmjölsins er nú spöruð)

Til að standast sitt eigið innra gæðaeftirlit kaupir Bewital kjöt beint frá slátrara ferskt. Bewital getur þannig stjórnað að meðferðin og geymslan sé vönduð. Þeir flokka það og vinna í sínum verksmiðjum og framleiða sjálfir hið nýja Belcando : niðursoðna hundamatinn og þurrka kjötið fyrir þurrfóðrið.

Kjötmjöl er ekki bara kjötmjöl – þetta vissir þú ekki!
Gæða kjötmjöl er 10% hærra í prótíni og 50% lægra í ösku (s.s. beinamjöli) en hefðbundið kjötmjöl. Kjötmjölið sem notað er í hið nýja Belcando samhliða þurrkaða kjötinu inniheldur nýta hluta af dýrinu (kjöt og næringarrík líffæri og bein) en engar kjötafurðir eða óætar hliðarafurðir eða annað sem mætti ýkja kjöthlutfallið í fóðrinu. Gæðakjötmjöl inniheldur sem sagt hámarks kjötmagn (prótínmagn) og lágmarks beinamagn í samanburði við það sem margir aðrir nota.

Kjötmjöl í þessum gæðaflokki hefur alltaf verið notað í Blcando og nú er sífellt erfiðara að fá slíkt gæða mjöl og sífellt erfiðara er að fá framleiðendur sem standast gæðakröfur og innra eftirlit Bewital, framleiðanda Belcando. Því fór fyrirtækið að skoða að skipta út kjötmjölinu fyrir alvöru kjöt. Auka gæðin og minnka vinnsluna => ætlunin var að búa til enn betri vöru en áður.

Áfram er notað kjöt sem hæft er til manneldis eða eins og við tölum um á Íslandi: 1. flokkur. Áfram er notað kjötmjöl af hæsta gæðaflokki í nýja Belcando en nú sem viðbót við þurrkað kjötið.

En hvað er K J Ö T ?
Hundaeigendur vita að kjöt er ekki sama og „kjöt“. Hræðslan við að kjötafurðir og afgangar eða annað óætt rusl séu faldir í orðinu kjöt er afskaplega mikil (og ærin ástæða til!).
Nú hefur Evrópusambandið sett lög um dýrafóður : nú má eingöngu nota heitið KJÖT í innihaldslýsingum ef um er að ræða KJÖTVÖÐVA.
(Sjá : Regulation (EU) No 68/2013 þar sem kemur fram: claiming „meat“ => it has to be only skeletal muscles!)

Því megum við ekki setja á umbúðirnar eða auglýsingar að varan innihaldi 30% kjöt nema við séum að tala um 30% hreinan kjötvöðva! Og það besta =>  nýtt BELCANDO inniheldur nú 30% kjötvöðva. ☺

Góðar spurningar sem ég fékk sendar frá athugulum hundaeigendum: hvernig getur þurrfóður innihaldið ferskt kjöt? Jú því ferska kjötið er þurrkað með sérstakri vatnsgufu aðferð sem viðheldur næringarefnum þess. Og já kjötið er 30% af innihaldinu og það er vigtað eftir þurrkun ekki fyrir. Við erum ekki að reyna að plata neinn.

Allar Belcando þurrvörurnar innihalda framvegis 30% kjöt – nema þessar tvær:

Adult Multi Croc (Maís + Hrísrjón+ Kjúklingamjöl + núðlur + þurrkað grænmeti ofl)
Mix-It (inniheldur ekkert kjöt því það er fæðubótarefni á móti t.d. hráu kjöti)

Þegar við segjum KJÖT þá fer það eftir bragðtegund hvort um ræðir :

Kjúklingakjöt, Lambakjöt eða Laxakjöt ….. og já enga útúrsnúninga því fiskur er líka kjöt ☺ Innihaldslýsingar breyttust frá fyrri lýsingum og hér er stutt skýring á lýsingunum / breytingunum:

Kjötmjöl nefnist nú „kjötprótín“ í innihaldslýsingu. Áfram er notað kjúklingamjöl af hæsta gæðaflokki eins og lýst var hér að ofan.
Aðrir gætu spurt af hverju er beinamjöl notað / eða af hverju inniheldur kjötmjölið bein: Svarið við því er einfalt bein eru holl fyrir hunda í hófi. Bein innihalda beinmerg sem er fullur af næringarefnum, bein eru rík af prótíni og náttúruleg uppspretta kalks. Hundar eru æstir í bein og beinamjöl eins og flestir vita og það er náttúran sem hefur vit fyrir þeim, bein eru mjög næringarrík.

Aðrar breytingar á fóðrinu eða markaðssetningu :

Vegna góðrar reynslu af ölgeri (brewers yest) í Bewi-Dog Puppy og Bewi-Dog Junior á ónæmiskerfi hvolpa og ungra hunda og áhrifa MOS-gerla úr gerinu á þarmaflóruna þá hefur ölgeri (MOS-gerlum) verið bætt í uppskriftir fyrir Belcando Puppy Gravy og Belcando Junior vörurnar.

Hráefnin gera gæðamuninn

… og líka meðhöndlun þeirra !! Allir sem hafa áhuga á að lesa nánar um framleiðslu aðferðir Belcando (Thermal -Mix aðferðina sem þeir hafa þróað til að þurrka kjötið og nýta það í þurrfóðrið) geta haft samband og fengið ítarlegri lýsingu á aðferðinni.

Í upphafi staðhæfði ég að fóðrið væri : Girnilegra/eftirsókn meiri (Hundar kjósa vörur úr fersku kjöti frekar skv. tilraunum) og ég styð þá fullyrðingu með könnun sem Bewital gerði meðal hunda í Þýskalandi.

Mundu þú ert það sem þú borðar og það á líka við um hundinn þinn …….

 

Fyrir hönd VETIS ehf.
Kristín Sigmarsdóttir

vetis ehf

 

Kennitala: 6602023660
Hvaleyrarbraut 24 (Ekið inn frá Lónsbraut)
220 Hafnarfjörður
Ísland

Sími / Tel: +354 421 8005
Farsími / Mobile: +354 651 8005
Tölvupóstur / E-mail: lager(hja)vet.is

upplýsingar

facebook