Skilmálar Dýrafóður.is

Heimsending

Höfuðborgarsvæðið (Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ (Álftanes), Hafnarfjörð):
Frí heimsending þegar pantað er fyrir 4000kr, annars er sendingarkostnaður 1450 kr. Keyrt er út virka daga milli kl. 10-17.
Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12 ef óskað er eftir afgreiðslu samdægurs.

Landsbyggðin:

Frí heimsending þegar pantað er fyrir 8000kr, annars er sendingarkostnaður 1450 kr. á næsta pósthús.

Sent er með póstinum út á landsbyggðina : mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Sent er á pósthús næst viðtakanda.

 

Óski viðskiptavinur sérstaklega eftir að sækja í vefverslun er afgreiðslan á Hvaleyrarbraut 24 í Hafnarfirði, ekið inn frá Lónsbraut.

Afgreiðslan er almennt opin milli kl. 9-14:00 virka daga en alltaf þarf að hafa samráð um nánari tímasetningu.

Ábyrgð / Skilafrestur

Dýrafóður.is ábyrgist sínar vörur, allt fóður er með 100% skilatryggingu – ef dýrið vill það ekki eða eigandinn er ekki ánægður má skila fóðrinu og fá það endurgreitt.

Hafa þarf samband við lager@vet.is svo finna megi bestu lausn á vandanum hverju sinni.

Fóðrið sem við seljum er án gervi rotvarnarefna og við ábyrgjumst að það bragðast vel og heldur ferskleika ef það er geymt við réttar aðstæður. Því mælum við með því að þið geymið fóðrið alltaf í lokuðum ílátum, á þurrum og köldum stað.

Vinsamlega athugið að á öllu fóðri er fyrningardagsetning (Best fyrir / Best before) og framleiðslukóði (Batch nr.) þessar upplýsingar eru ómetanlegt fyrir okkur að fá ef rekja þarf galla í framleiðslu. Myndir eru einnig vel þegnar.

Uppseld vara eða vara ófáanleg

Ef vara er uppseld eða ófáanleg áskiljum við okkur rétt til að hætta við pöntunina.

Greiðslur

Greiðsluaðferðir á Dýrafóður.is eru :

  • kredit- eða debetkort í gegnum Pei,
  • bankakrafa með 14 daga greiðslufrest í gegnum Pei
  • bankamillifærsla

Ef valið er að greiða með millifærslu er varan send af stað eftir að greiðslukvittun hefur borist á netfangið lager@vet.is

Greiða má inn á reikn 0312-26-000150, kt. 660202-3660 eigandi Vetis ehf.

Þarftu að ná í starfsmann

Við viljum að sjálfsögðu aðstoða þig. Partur af lágu vöruverði er lítil yfirbygging og lágmarks starfsmannafjöldi. Fyrirspurnum er svarað í síma 4218005 á virkum dögum milli kl.9:00 og 15:00 en auðveldast og fljótlegast er oft að senda tölvupóst á lager@vet.is

Fyrirvari um prentvillur og önnur mistök

Við erum víst öll mannleg. Við biðjumst fyrir fram afsökunar á prent- og stafsetningarvillum sem gætu hafa slæðst inn, einnig ef mistök hafa orðið í útgáfu verðs eða myndir af vörum. Við gerum okkar besta til að tryggja að réttar upplýsingar sé að finna á síðunni og hún uppfærð reglulega. Allar ábendingar eru vel þegnar.

vetis ehf

 

Kennitala: 6602023660
Hvaleyrarbraut 24 (Ekið inn frá Lónsbraut)
220 Hafnarfjörður
Ísland

Sími / Tel: +354 421 8005
Farsími / Mobile: +354 651 8005
Tölvupóstur / E-mail: lager(hja)vet.is

upplýsingar

facebook